How to take advantage of the benefits of cloud-based applications

Vöxtur tölvuskýja er mikill og mörg fyrirtæki nýta sér kosti þeirra til að lækka rekstrarkostnað, auka öryggi, frelsi og hámarka upptíma kerfa og búnaðar. Samt sem áður eru margir stjórnendur fyrirtækja sem eru óvissir um hvernig á að umgangast skýin og nýta þau til fulls. Við vildum því byrja fyrsta vefvarpið okkar á að því að fá skýjasérfræðinginn Bernard Golden, sem er einnig áhrifamesti bloggari um skýjalausnir í heiminum í dag, til að fræða okkur aðeins um kosti skýjalausna. Bernard hefur síðasta áratuginn aðstoðað fjölda fyrirtækja og stofnana í að færa gögn yfir í skýin.

Af hverju ættu fyrirtæki að nýta sér skýjalausnir?
  • Hvaða tækni þarf til að færa gögn í skýin?
  • Hvað eiga fyrirtæki að gera til að undirbúa flutning í skýin?
  • Hvernig eiga fyrirtæki að stækka og efla skýjalausnirnar yfir alla starfsemi þeirra?
  • Hvaða áskoranir í öryggismálum þurfa fyrirtæki að hafa í huga þegar þau flytja í skýin?
Origo