Verður 2021 ár tölvuárása?

Tölvuþrjótum eykst sífellt ásmegin enda er eftir miklu að slægjast fyrir óprúttna aðila, sem herja bæði á fyrirtæki, stofnanir og ríki. Talið er að tölvuþrjótar velti nærri 2 trilljónum Bandaríkjadala ár hvert og sú upphæð fer vaxandi, ef marka má techrepublic.com. Aukin stafræn notkun fyrirtækja og einstaklinga kallar á nýja nálgun í öryggislausnum. Til þess að ræða þróunina og hvers megi vænta höfum fengið til liðs við okkur Charlie McMurdie, einn helsta sérfræðing heims í netöryggi og aðgerðum gegn tölvuárásum.
Tölvuþrjótum eykst sífellt ásmegin enda er eftir miklu að slægjast fyrir óprúttna aðila, sem herja bæði á fyrirtæki, stofnanir og ríki. Talið er að tölvuþrjótar velti nærri 2 trilljónum Bandaríkjadala ár hvert og sú upphæð fer vaxandi, ef marka má techrepublic.com.

Aukin stafræn notkun fyrirtækja og einstaklinga kallar á nýja nálgun í öryggislausnum. Til þess að ræða þróunina og hvers megi vænta höfum fengið til liðs við okkur Charlie McMurdie, einn helsta sérfræðing heims í netöryggi og aðgerðum gegn tölvuárásum.

Charlie starfaði í 32 ár í lögreglunni í Bretlandi þar sem hún stofnaði og stýrði tölvudeild sem tókst á við tölvuglæpi og netárásir.
Hún starfaði einnig í netöryggissveitinni fyrir Ólympíuleikana í London 2012 og var síðast yfirráðgjafi tölvubrota hjá PwC.

Charlie McMurdie er leiðandi sérfræðingur á heimsvísu í upprætingu í tölvuárása. Hún mun án efa opna hug áhorfenda fyrir óþekktum heimi og hættum.

#cybersecurity

Hafðu samband: gudrun.kristinsdottir@origo.is
Origo