Living in an artificially intelligent world

Í þessu vefvarpi varpar metsöluhöfundurinn Greg Orme ljósi á gervigreind og mannfólkið. Greg Orme skrifaði bókina The Human Edge sem segir frá því hvernig mannfólkið fer að því að lifa af í heimi gervigreindar. Bókin var valin viðskiptabók ársins í Bretlandi.

Ýmsir telja að gervigreind og tölvur séu á mörkunum þess að taka yfir heiminn. Raunveruleikinn er hins vegar sá að gervigreind er að breyta vinnuferlum og auka afköst í fyrirtækjum en enn er talsvert í að gervigreind taki að fullu yfir.

Í þessu vefvarpi varpar metsöluhöfundurinn Greg Orme ljósi á gervigreind og mannfólkið. Greg Orme skrifaði bókina The Human Edge sem segir frá því hvernig mannfólkið fer að því að lifa af í heimi gervigreindar.  Bókin var valin viðskitpabók ársins í Bretlandi.

Greg fer yfir fjögur meginatriði í vefvarpinu. 

  • 1 Meðvitund: Að auka meðvitund með því að finna þýðingu og fókus í vinnunni.

  • 2 Forvitni: Að auka forvitni til að læra um heiminn í kringum okkur á hverjum degi og finna spennandi verkefni og reyna að leysa þau.

  • 3 Sköpun: Að æfa sig í skapandi hugsun til að auka líkurnar á að fá  innblástur.

  • 4 Samvinna: Hvernig hægt er að  gera slæmar hugmyndir betri með samvinnu við góða og trausta aðila. 

Origo